Fótbolti

Reiknar með Messi aftur í landsliðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Scaloni stýrir Argentínu.
Scaloni stýrir Argentínu. vísir/getty
Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu, vonast eftir því að Lionel Messi mun spila aftur fyrir þjóð sína þrátt fyrir sögusagnir um að hann sé hættur með landsliðinu.

Messi gaf ekki kost á sér með landsliðinu í þennan glugga eftir vonbrigðin á HM í sumar en margir hafa rætt um það að Messi stoppi nú með landsliðinu.

„Ég reikna með, vona og held að hann muni snúa aftur í landsliðið,“ sagði Scalani á blaðamannafundi en hann segist hafa talað við Messi nýlega en þó ekki um þetta:

„Ég talaði ekki við Messi um þetta. Við töluðum bara um fótbolta en við snertum ekkert á þessu því það eru margir mánuðir í að eitthvað gerist.“

Miðvörður Totteham, Juan Foyth, sem hefur komið öflugur inn í lið Tottenham á tímabilinu er tæpur og óvíst er hvort að hann geti spilað með Argentínu í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×