Enski boltinn

Roma og forsetinn leggja Sean Cox lið með rúmlega 20 milljóna króna framlagi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Liverpool með borða til heiðurs Sean Cox.
Leikmenn Liverpool með borða til heiðurs Sean Cox. vísir/getty
Roma hefur lagt styrktarsjóð, Sean Cox, stuðningsmanns Liverpool lið en Cox varð fyrir áras í fyrra fyrir leik gegn Roma í Meistaradeildinni.

Írinn varð fyrir skelfilegri áras fyrir utan Anfield en nokkrir stuðningsmenn Roma réðust að honum áður en liðin mættust í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í apríl.

Cox hefur legið á sjúkrahúsi síðan að hann varð fyrir árásinni en honum var lengi vel haldið sofandi. Fleiri hafa lagt söfnunni lið þar á meðal Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, og Seamus Coleman, bakvörður Everton.

„Roma og forseti félagsins, Jim Pallotta, tilkynntu í dag að þeir munu leggja 150 þúsund evrur inn á styrktar reikning stuðningsmanns Liverpool Sean Cox til að hjálpa til við læknis og endurhæfingar kostnað,“ sagði á vefsíðu Roma.

„Roma mun gefa hundrað þúsund evrur í gegnum styrktarstjóð félagsins og forseti félagsins mun persónulega gefa 50 þúsund evrur,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig að stjórnarmenn Roma hafi síðasta föstudag flogið til Írlands þar sem þeir hittu Martinu, konu Sean. Roma mun einnig hjálpa Cox næstu árin í bataferlinu.

Afar fallega gert hjá ítalska félaginu en 150 þúsund evrur á núverandi gengi eru rúmlega 21 milljón íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×