„Jonny Ice“ stóð undir nafni í bandaríska háskólaboltanum í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 09:30 Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Getty Íslenski körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að gera frábæra hluti í bandaríska háskólakörfuboltanum en hann átti heldur betur stórleik í nótt. Jón Axel, eða „Jonny Ice“ eins og þeir kalla Grindvíkinginn, setti þá persónulegt met með því að skora 33 stig í 57-53 sigri Davidson á Wichita State en leikurinn var í Charleston Classic mótinu. Það var frábær frammistaða Jóns á æsispennandi lokamínútum sem öðru fremur sá til þess að Davidson liðið vann leikinn.RECAP: Gudmundsson and ‘Cats Claw Past Shockers, 57-53#TCC#CatsWin - https://t.co/yXtqyL5VC3 - https://t.co/k1Jka9q1Ps (@TimCowie) - https://t.co/LoyepOxLHPpic.twitter.com/OkeorhEgPh — Davidson Basketball (@DavidsonMBB) November 16, 2018Jón Axel hitti úr 9 af 14 skotum sínum utan af velli og setti niður 12 af 13 vítaskotum sínum. Hann var einnig með 8 fráköst, 3 stoðsendingar og spilaði flotta vörn. Það er óhætt að segja að Jón Axel hafi tekið upp hanskann fyrir félaga sína í liðinu því hinir leikmenn liðsins hittu aðeins úr 10 skotum (26 prósent nýting) og skoruðu samtals bara 24 stig. Jón Axel átti beinan þátt í 12 af 19 körfum Davidson með því annaðhvort að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu.Jon Axel Gudmundsson GOES OFF for 33 as @DavidsonMBB comes from behind to defeat Wichita State. That's % of the Wildcats total points! Davidson will play #23 Purdue in our 2nd Semifinal tomorrow at 6:30 #CharlestonClassicpic.twitter.com/IuGFDkAlUF — Charleston Classic (@ESPNCharleston) November 16, 2018Staðan var 45-48 fyrir Wichita State þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en þá tók Jón Axel leikinn yfir. Davidson vann síðustu fjórar mínútur leiksins 12-5 og skoraði íslenski bakvörðurinn síðustu tólf stig liðsins þar á meðal var ein þriggja stiga karfa og svo karfa og víti að auki. Körfubolti Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Íslenski körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að gera frábæra hluti í bandaríska háskólakörfuboltanum en hann átti heldur betur stórleik í nótt. Jón Axel, eða „Jonny Ice“ eins og þeir kalla Grindvíkinginn, setti þá persónulegt met með því að skora 33 stig í 57-53 sigri Davidson á Wichita State en leikurinn var í Charleston Classic mótinu. Það var frábær frammistaða Jóns á æsispennandi lokamínútum sem öðru fremur sá til þess að Davidson liðið vann leikinn.RECAP: Gudmundsson and ‘Cats Claw Past Shockers, 57-53#TCC#CatsWin - https://t.co/yXtqyL5VC3 - https://t.co/k1Jka9q1Ps (@TimCowie) - https://t.co/LoyepOxLHPpic.twitter.com/OkeorhEgPh — Davidson Basketball (@DavidsonMBB) November 16, 2018Jón Axel hitti úr 9 af 14 skotum sínum utan af velli og setti niður 12 af 13 vítaskotum sínum. Hann var einnig með 8 fráköst, 3 stoðsendingar og spilaði flotta vörn. Það er óhætt að segja að Jón Axel hafi tekið upp hanskann fyrir félaga sína í liðinu því hinir leikmenn liðsins hittu aðeins úr 10 skotum (26 prósent nýting) og skoruðu samtals bara 24 stig. Jón Axel átti beinan þátt í 12 af 19 körfum Davidson með því annaðhvort að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu.Jon Axel Gudmundsson GOES OFF for 33 as @DavidsonMBB comes from behind to defeat Wichita State. That's % of the Wildcats total points! Davidson will play #23 Purdue in our 2nd Semifinal tomorrow at 6:30 #CharlestonClassicpic.twitter.com/IuGFDkAlUF — Charleston Classic (@ESPNCharleston) November 16, 2018Staðan var 45-48 fyrir Wichita State þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en þá tók Jón Axel leikinn yfir. Davidson vann síðustu fjórar mínútur leiksins 12-5 og skoraði íslenski bakvörðurinn síðustu tólf stig liðsins þar á meðal var ein þriggja stiga karfa og svo karfa og víti að auki.
Körfubolti Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira