Sport

Sjóhaukarnir of sterkir fyrir Packers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Russell Wilson á ferðinni í nótt.
Russell Wilson á ferðinni í nótt. vísir/getty
Ellefta umferð NFL-deildarinnar byrjaði með látum í nótt er Green Bay Packers heimsótti Seattle Seahawks. Sjóhaukarnir höfðu betur, 27-24, í hörkuleik.

Leikurinn byrjaði ótrúlega. Seahawks missti boltann á fyrsta kerfi leiksins og boltinn yfir til Packers. Það voru ekki nema 74 sekúndur liðnar af leiknum er Aaron Jones hljóp með boltann í markið. 7-0 fyrir Packers.

Packers komst síðan í 14-3 er leikstjórnandi liðsins, Aaron Rodgers, átti ótrúlega 55 jarda sendingu á Robert Tonyan. Þá vöknuðu Sjóhaukarnir og minnkuðu muninn í 21-17 fyrir hlé.

Mun minna var skorað í síðari hálfleik en vitað mál var að lokakaflinn yrði dramatískur. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, kom sínu liði loksins yfir, 27-24, er fimm mínútur voru eftir af leiknum.

Meira en nægur tími fyrir Rodgers til þess að koma til baka en allt kom fyrir ekki. Sóknin gekk ekki upp og Sjóhaukarnir fögnuðu flottum sigri. Þeir eru 5-5 í deildinni en Packers er 4-5-1.

Rodgers var með 332 jarda og tvö snertimörk í leiknum. Hlauparinn Aaron Jones hljóp með boltann einu sinni í markið og greip boltann líka einu sinni fyrir snertimarki. Útherjinn Davante Adams með 166 gripna jarda.

Wilson kastaði boltanum 225 jarda og fyrir tveimur snertimörkum. Chris Carson hljóp 83 jarda og fyrir einu snertimarki.

Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×