Enski boltinn

Ranieri: Ég varð að koma aftur til Englands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tinkerman er mættur aftur.
Tinkerman er mættur aftur. vísir/getty
Hinn 67 ára gamli Ítali, Claudio Ranieri, er kominn aftur í enska boltann en hann ætlar að reyna að töfra Fulham úr botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Ranieri varð Englandsmeistari með Leicester í mesta Öskubuskuævintýri knattspyrnusögunnar en var svo rekinn frá félaginu í febrúar á síðasta ári. Þá voru aðeins níu mánuðir liðnir frá kraftaverkinu.

„Mér fannst ég verða að koma aftur til Englands. Ég þjálfaði utan Englands á síðustu leiktí en tengsl mín við enska boltann eru svo sterk að mér fannst ég verða að koma aftur,“ sagði Ítalinn.

„Það skiptir ekki máli hvað ég hef afrekað. Ég horfi alltaf fram á veginn og vill meira. Heimavöllur Fulham er æðislegur og ég varð upp með mér er ég kom þangað fyrst.“

Fyrsta mál á dagskrá hjá Ranieri er að laga hripleka vörn liðsins. Hann stýrði sinni fyrstu æfingu hjá liðinu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×