Enski boltinn

Liverpool goðsögnin er núna Sir Kenny Dalglish

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenny Dalglish.
Kenny Dalglish. Vísir/Getty
Kenny Dalglish er lifandi goðsögn í knattspyrnuheiminum og frá og með deginum í dag er telst hann til riddara breska kongunsríkisins.

Charles Bretaprins sló Kenny Dalglish til riddara í Buckingham höll í dag. Hér eftir verður hann kynntur til leiks sem Sir Kenny Dalglish.

Kenny Dalglish náði frábærum árangri á sínum ferli, bæði sem leikmaður og sem knattspyrnustjóri. Hann er einn ástsælasti leikmaður og stjóri Liverpool í sögunni.





Kenny Dalglish lék með Celtic frá 1969 til 1977 og síðan með Liverpool frá 1977 til 1990.

Sem leikmaður Liverpool þá vann Kenny Evrópukeppni meistaraliða þrisvar sinnum og ensku deildina sex sinnum.

Kenny Dalglish gerði Liverpool að tvöföldum meisturum á sínum fyrsta ári sem spilandi knattspyrnustjóri 1985-86 en undir hans stjórn varð Liverpool líka Englandsmeistari 1988 og 1990. Dalglish gerði líka Blackburn Rovers að Englandsmeisturum 1995.





Kenny Dalglish hætti sem stjóri Liverpool árið 1991 en Hillsborough slysið hafði mikil áhrif á hann þar sem Dalglish reyndi að fara í allar jarðafarirnir hjá 96 stuðningsmönnum Liverpool sem létust þar.

Dalglish tók aftur við Liverpool tímabilið 2011 til 2012 en hefur ekki stýrt liði síðan. Stúka á Anfield varð skírð eftir Kenny Dalglish árið 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×