Körfubolti

Yfirlýsing frá Haukunum: Fylgjumst áfram stolt með Helenu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir skrifar undir hjá Val.
Helena Sverrisdóttir skrifar undir hjá Val. Vísir/Vilhelm
Körfuknattleiksdeild Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ákvörðunar Helenu Sverrisdóttur að koma ekki heim í Hauka heldur semja við Val.

Helena Sverrisdóttir hefur leikið með Haukum allan sinn feril á Íslandi og varð meðal annars Íslandsmeistari með Haukaliðinu síðasta vor þar sem hún var með þrefalda tvennu að meðaltali í lokaúrslitunum.

Haukaliðið vann 21 af 27 deildarleikjum með Helenu innanborðs í fyrra og fór síðan alla leið í úrslitakeppinni. Þetta var fjórði Íslandsmeistaratitill kvennaliðs Hauka og sá þriðji með Helenu.

Haukastelpurnar hafa hinsvegar aðeins unnið 2 af 8 fyrstu deildarleikjum sínum eftir að þær misstu Helenu. Annar þessara sigurleikja var einmitt á móti Val í október.

Helena fær hlý orð frá formanni Körfuknattleiksdeildar Hauka í yfirlýsingunni:

„Þótt leiðir skilji að þessu sinni og hún gengin til liðs við systurfélag okkar Val, munum við að sjálfsögðu sakna hennar en við fylgjumst áfram stolt með henni á vellinum og óskum henni alls hins besta,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni en hana má sjá alla hér fyrir neðan.

Fyrsti leikur Helenu með Val verður einmitt á móti Haukum í Origo-höllinni að Hlíðarenda 25. nóvember næstkomandi. Næstu tveir leikir Helenu verða aftur á móti með íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2019.








Tengdar fréttir

Helena: Vildi prófa eitthvað nýtt

Valur vann lottóvinninginn í Domino's deild kvenna í dag þegar Helena Sverrisdóttir skrifaði undir samning við Hlíðarendafélagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×