Enski boltinn

Neymar: Arsenal spilar góðan fótbolta undir Emery

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal.
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal. Vísir/Getty
Neymar hefur hrifist af Arsenal undir stjórn Unai Emery og telur Spánverjann koma með góða hluti á Emirates völlinn.

Brasilíska stórstjarnan spilaði undir Emery hjá PSG og sögðu sögusagnirnar að samband þeirra hefði ekki verið sem best.

„Arsenal er að spila mjög góðan fótbolta. Þeir eru í frábæru formi og allir vita að hann er frábær þjálfari,“ sagði Neymar.

„Ég var mjög ánægður með samstarf okkar, hann leggur mjög hart að sér. Hann vill þjálfa leikmennina sína.“

„Ég held hann muni koma með góða hluti til Arsenal og þetta er mjög mikilvægur klúbbur á Englandi,“ sagði Neymar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×