Enski boltinn

Oxlade-Chamberlain vill ná endanum á tímabilinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alex Oxlade-Chamberlain.
Alex Oxlade-Chamberlain. Vísir/Getty
Alex Oxlade-Chamberlain vonast eftir því að geta spilað á ný fyrir Liverpool áður en tímabilinu lýkur.

Oxlade-Chamberlain meiddist illa í leik Liverpool og Roma í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Það hefur ekkert verið gefið út um hversu langt er í að hann snúi til baka á fótboltavöllinn en hann sjálfur vill ná að spila á þessu tímabili.

Hann er farinn að æfa með bolta og vinnur nú að því að geta farið að hlaupa utandyra.

„Þegar þú ferð út þá líður þér eins og þetta sé alveg að koma. Það verður líklega erfiðara aftur þegar að því kemur,“ sagði miðjumaðurinn við heimasíðu Liverpool.

„Ég vil geta spilað aftur áður en tímabilinu líkur til þess að geta sannað fyrir sjálfum mér að ég geti það. Ná svo góðu undirbúningstímabili og mæta ferskur í næsta tímabil.“

„Klopp hefur verið frábær. Hann er alltaf brosandi, jákvæður og hugsar til mín. Hann gefur mér þann tíma sem ég þarf.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×