Fótbolti

Ungu strákarnir okkar gerðu jafntefli í Kína

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
U-21 landsliðshópurinn í Kína
U-21 landsliðshópurinn í Kína Twitter/KSÍ
Íslenska U-21 árs landsliðið gerði jafntefli við jafnaldra sína frá Kína í dag, en leikið var fyrir framan 18.000 áhorfendum í Kína.



Kínverjar byrjuðu betur í leiknum og komust þeir yfir á 18. mínútu eftir hornspyrnu.



Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik, og leiddu heimamenn því með einu marki.



Ísland gerði sex breytingar í hálfleik og komu ungu strákarnir okkar sterkir inn í síðari hálfleikinn og jöfnuðu á 60. mínútu. Markið skoraði Felix Örn Friðriksson með frábæru skoti.



Íslendingar voru heilt yfir sterkari í síðari hálfleik en náðu ekki að skora sigurmarkið, og lokatölur því 1-1 jafntefli.



Næsti leikur Íslands verður gegn Tælandi á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×