Handbolti

Fimm Íslendingar eiga möguleika á þátttöku í stjörnuleiknum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnór Þór hefur spilað frábærlega í þýsku úrvalsdeildinni í vetur
Arnór Þór hefur spilað frábærlega í þýsku úrvalsdeildinni í vetur mynd/dhb
Fimm íslenskir handboltamenn koma til greina í stjörnuleik þýska handboltans sem fram fer í febrúar á næsta ári.

Þýska handknattleiksambandið hefur sett af stað kosningu en niðurstaða hennar mun skera úr um hverjir skipa úrvalslið þýsku úrvalsdeildarinnar sem mætir þýska landsliðinu.

Vinstri hornamennirnir Bjarki Már Elísson (Fuchse Berlin) og Guðjón Valur Sigurðsson (Rhein-Neckar Löwen) eru tveir af þeim sex sem eru tilnefndir í sinni stöðu. Landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson (Bergischer) er einn þeirra sem kemur til greina í hægra hornið og Alexander Petersson er einn af sex hægri skyttum sem koma til greina.

Fimmti Íslendingurinn er svo Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, en hann er einn þeirra sex þjálfara sem tilnefndir eru.

Hægt er að taka þátt í kosningunni með því að smella hér



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×