Handbolti

Stórleikur Pawel dugði skammt í Póllandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Patrekur Jóhannesson þjálfar Selfyssinga
Patrekur Jóhannesson þjálfar Selfyssinga vísir/daníel
Selfyssingar þurftu að lúta í lægra haldi fyrir pólska liðinu Azoty-Pulawy í fyrri leik liðanna í undankeppni EHF-bikarsins í handbolta en leikið var ytra í dag.

Eftir slæma byrjun náðu Selfyssingar að vinna sig inn í leikinn og komu muninum niður í tvö mörk fyrir leikhlé. Staðan 16-14 í hálfleik. 

Pólverjarnir áttu aftur kraftmikla byrjun í síðari hálfleiknum og náðu að auka forskotið. Fór að lokum svo að heimamenn fóru með sjö marka sigur af hólmi, 33-26.

Einar Sverrisson skoraði átta mörk fyrir Selfoss og Atli Ævar Ingólfsson bætti við fimm mörkum en Pawel Kiepulski varði eins og berserkur í leiknum.

Síðari viðureign liðanna fer fram á Selfossi næstkomandi laugardag og ljóst að Selfoss þarf að eiga toppleik til að komast áfram í riðlakeppni EHF-bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×