Handbolti

Börsungar ekki í vandræðum með Vardar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron og félagar ekki í vandræðum með Makedónana.
Aron og félagar ekki í vandræðum með Makedónana. vísir/getty
Barcelona átti ekki í teljandi vandræðum með Vardar þegar þessi stórlið áttust við í Meistaradeild Evrópu í Katalóníu í dag.

Það var reyndar jafnræði með liðunum til að byrja með og út allan fyrri hálfleikinn en Börsungar leiddu með einu marki í leikhléi, 16-15.

Heimamenn stigu svo hressilega á bensíngjöfina í síðari hálfleik og keyrðu yfir gestina. Þegar fimmtán mínútur lifðu leiks var Barcelona með tíu marka forskot, 28-18. Fór að lokum svo að Barcelona vann með átta marka mun, 34-26.

Aron Pálmarsson hafði hægt um sig í markaskorun en hann gerði eitt mark úr tveimur skotum. Hann var engu að síður í stóru hlutverki í sóknarleiknum að venju og skapaði fjölda færa fyrir samherja sína.

Daninn Casper Mortensen var markahæstur í liði Barcelona með níu mörk en Króatinn Ivan Cupic var atkvæðamestur gestanna með fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×