Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Slökkviliðsmaður var fluttur á slysadeild eftir reykköfun á vettvangi stórbrunans í Hafnarfirði um helgina. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við nýjustu fréttir af brunanum en síðdegis í dag tókst loks að ráða niðurlögum eldsins. Erfitt getur reynst fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu en í fréttum verður rætt við nokkra fyrrverandi þingmenn sem ýmist hafa lent í vandræðum við að finna vinnu eða hafa fundið ný verkefni til að taka sér fyrir hendur.

Þá fjöllum við einnig um nýjar tölur um lyfjanotkun barna á Íslandi en einn af hverjum tíu unglingum á aldrinum 16-18 ára fékk ávísað þunglyndislyfjum á síðasta ári.

Þá sýnum við frá mótmælum sem fram fóru í dag í Víkurkirkjugarði þar sem Vigdís Finnbogadóttir fór fremst í flokki og ræðum við móðir sem missti son sinn þá 17 ára gamlan en hann hefði orðið 40 ára í dag. Loks hittum við 10 ára prjónasnilling sem er klár í veturinn í nýrri lopapeysu sem hann prjónaði sjálfur.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×