Innlent

Telja að götur séu öruggar fyrir leik barna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Samtökin telja sjálfsagt að leikið sé á vegum séu þeir nægilega öruggir til þess. Því ætti að fella greinina út svo að borgarland, og vegir þar með taldir, geti verið hannað með leiki í huga.
Samtökin telja sjálfsagt að leikið sé á vegum séu þeir nægilega öruggir til þess. Því ætti að fella greinina út svo að borgarland, og vegir þar með taldir, geti verið hannað með leiki í huga. fréttablaðið/anton brink
Samtök um bíllausan lífstíl (SUBL) leggja til að bann við leik á vegum verði fellt úr frumvarpi til nýrra umferðarlaga áður en það verður samþykkt. Þetta kemur fram í umsögn félagsins við frumvarpið.

Í fimmtu grein frumvarpsins segir að eigi megi vera að leik á vegi þannig að til óþæginda verði fyrir umferð. Ákvæðið er samhljóða sjöttu grein núgildandi laga.

„Áður en Reykjavík var skilgreind út frá ferðum fólks í bifreiðum var göturýmið það öruggt að börn gátu verið að leik þar án þess að eiga á hættu að verða undir bifreiðum,“ segir í umsögn SUBL.

Samtökin telja sjálfsagt að leikið sé á vegum séu þeir nægilega öruggir til þess. Því ætti að fella greinina út svo að borgarland, og vegir þar með taldir, geti verið hannað með leiki í huga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×