Innlent

Eldur kviknaði í skipi í Hafnarfjarðarhöfn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tveir menn voru um borð í bátnum en þá sakaði ekki.
Tveir menn voru um borð í bátnum en þá sakaði ekki. Vísir/vilhelm
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir hádegi í dag vegna elds sem kviknaði um borð í skipi í Hafnarfjarðarhöfn. Vel gekk að slökkva eldinn, að sögn varðstjóra, og engan sakaði.

Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði enn minniháttar eldur frammi í skipinu, hundrað tonna stálskipi, en hann var slökktur strax. Í kjölfarið var skipið reykræst og gerði varðstjóri ráð fyrir að ræstingunni væri lokið nú á öðrum tímanum.

Tveir menn voru um borð í skipinu þegar eldurinn kom upp en þá sakaði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×