Enski boltinn

Sturridge í vandræðum vegna veðmáls fjölskyldumeðlims

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sturridge í leik með Liverpool.
Sturridge í leik með Liverpool. vísir/getty
Eins og Vísir greindi frá á dögunum liggur Daniel Sturridge undir grun um að hafa brotið veðmálareglur enska knattspyrnusambandsins.

Sky Sports greindi frá því í kvöld að heimildir þeirra herma nú að fjölskyldumeðlimur hafi veðjað á vistaskipti Sturridge í janúar.

Einn úr fjölskyldu enska framherjans á að hafa veðjað á að Sturridge myndi ganga í raðir Inter Milan en hann var afar ofarlega á óskalista Inter í janúar.

Fjölskyldumeðlimurinn á að hafa veðjað tíu þúsund pundum á veðmálið, sem jafngildir er rúmlega ein og hálf milljón. Hann tapaði þó veðmálinu því Sturridge gekk í raðir WBA að láni.

Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort að þetta sé eina tilfellið sem Sturridge er ásakaður fyrir en í yfirlýsingu Liverpool sögðu þeir að félagið og Sturridge myndu vinna náið með enska sambandinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×