Enski boltinn

Fellaini: City ekki langt á undan okkur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fellaini í leiknum gegn City um síðustu helgi.
Fellaini í leiknum gegn City um síðustu helgi. vísir/getty
Marouane Fellaini, miðjumaður Manchester United segir að liðið sé ekki langt frá því að vera jafn sterkt og grannarnir í Manchester City.

United tapaði 3-1 fyrir City í síðasta leik fyrir landsleikjahléið en Fellaini segir að grannarnir séu ekki svo langt á undan United.

„Það finnst mér ekki. Ég man þegar ég kom til Englands var þetta topp fjögur en núna eru þetta topp sex svo þetta verður erfiðara með hverju árinu,“ sagði hinn hárprúði.

„Á næsta ári munum við sjá hvernig þetta breytist og ég held að eftir tvö til þrjú ár verði deildin enn erfiðari. Krafturinn er mikill og þess vegna er deildin svona vinsæl.“

„City eru öflugir en ég held að þeir muni tapa. Þeir eru mjög góðir og eru með góða leikmenn en það er hægt að vinna þá. Við töpuðum en við eigum seinni leikinn gegn City eftir og við munum sjá.“

„Þeir eru með mikið sjálfstraust, allir. Þeir spila góðan fótbolta, góðan sóknarþenkjandi fótbolta og eru með góða dínamík,“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×