Lífið

Bein útsending: Helstu popparar þjóðarinnar í Eldhúspartý FM957

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eldhúspartý FM957 verður haldið á Hverfisbarnum í kvöld og koma helstu popparar þjóðarinnar fram eins og vanalega á þessum kvöldum.

Dagskráin hefst klukkan 21:30 og stíga þeir Jói P og Króli fyrstir á svið. Aðrir sem koma fram eru bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson, Herra Hnetusmjör, og Emmsjé Gauti.

Eldhúspartý FM957 verður í beinni útsendingu á Vísi og eins og áður segir hefst dagskráin klukkan 21:30 en hér að neðan má sjá dagskrána:

21:30 - Jói P og Kroli

22:00 - Frikki Dór

22:30 - Herra Hnetusmjör

23:00 - Jón Jónsson

23:30 - Emmsjé Gauti


Tengdar fréttir

Eldheitt Eldhúspartí hjá FM957

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Eldhúspartí útvarpsstöðvarinnar FM957 sem fór fram á Austur á dögunum. Fullt var út úr dyrum og allir skemmtu sér konunglega.

Fjölmennt eldhúspartí FM957

Magni, Halleluwah, Poetrix og Ármann Yngvi, Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur. skemmtu í Eldhúspartí FM957. Elías Fannar hitaði upp. Um var að ræða þriðja partí útvarpsstöðvarinnar í vetur - þetta var lang fjölmennasta partíið hingað til.

Allir hressir í eldhúspartí FM 957

Eldhúspartí útvarpsstöðvarinnar FM 957 hóf göngu sína á skemmtistaðnum Austri fyrir skömmu. Þeir sem tróðu upp voru Friðrik Dór, Blaz Roca, Bjarki og félagarnir Steindi Jr. og Ásgeir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×