Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2018 19:04 Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Kosið var til var til Stórþingsins haustið 2017 og eftir þær myndaði Hægriflokkur Ernu Sólberg ríkisstjórn með Framfaraflokknum, sem Venstre gekk síðan til liðs við í janúar síðastliðnum, og með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins sem þó er utan stjórnar. Leynileg atkvæðagreiðsla á aukalandsfundi Fyrir fimm vikum tilkynnti Knut Arild Hareide formaður Kristilegra óvænt að hann vildi að flokkurinn færi í samstarf með vinstri blokkinni á þingi og boðað var til aukalandsfundar. Flest norsku dagblaðanna fjalla um aukalandsfund Kristilega þjóðarflokksins sem fram fer a morgun og getur ráðið úrslitum um framtíð ríkisstjórnar Ernu Solberg. Kristilegi þjóðarflokkurinn er hins vegar klofinn í herðar niður. Leynileg atkvæðagreiðsla verður á fundinum á morgun um hvort að flokkurinn halli sér til vinstri eða hægri. Flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst með minna fylgi heldur en nú samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir TV2 í Noregi. Flokkurinn mælist aðeins með 3% og er nánast að hverfa. Á meðan bíður Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, á hliðarlínunni. „Og þetta er óvenjuleg staða vegna þess ef flokkurinn ákveður að fylgja formanni sínum og óska samstarfs við Verkamannaflokkinn, breytast hlutföll í Stórþinginu. Þá missir ríkisstjórninn grundvöllinn. Það gætu orðið stjórnarskipti í Noregi, segir Störe.“ Hareide hefur lýst því yfir að hann vilji ekki vera hluti af ríkisstjórn með aðild Framfaraflokksins sem stendur yst til hægri í norskum stjórnmálum. „Hareide kallar eftir annars konar samfélagi. Hann vill eiga samtal við norska samfélagið, vill önnur gildi, varðandi hver við erum og viljum vera. Það yrði uppgjör við hægri popúlismann. Ég styð það og ef það myndast meirihluti fyrir stjórnarskiptum er Verkamannaflokkurinn reiðubúinn til að axla sína ábyrgð.“ segir Störe. Telur að hún verði enn forsætisráðherra Aðspurð hvort hún telji að hún verði enn forsætisráðherra Noregs eftir mánuð segir Erna Solberg: „Já ég held það því hvernig sem fer tekur lengri tíma en það að skipta um stjórn. Ég geri mér ljóst að það getur eitthvað gerst á föstudag sem leiðir til þess að við höfum ekki lengur sömu samsteypustjórn og nú er. Annað hvort fjölgar flokkum í núverandi stjórn eða ný stjórn tekur við. Það er landsfundur Kristilegra sem ákveður hvaða stjórn verður við völd og hver verður forsætisráðherra, segir Erna Solberg.“ Norðurlönd Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Kosið var til var til Stórþingsins haustið 2017 og eftir þær myndaði Hægriflokkur Ernu Sólberg ríkisstjórn með Framfaraflokknum, sem Venstre gekk síðan til liðs við í janúar síðastliðnum, og með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins sem þó er utan stjórnar. Leynileg atkvæðagreiðsla á aukalandsfundi Fyrir fimm vikum tilkynnti Knut Arild Hareide formaður Kristilegra óvænt að hann vildi að flokkurinn færi í samstarf með vinstri blokkinni á þingi og boðað var til aukalandsfundar. Flest norsku dagblaðanna fjalla um aukalandsfund Kristilega þjóðarflokksins sem fram fer a morgun og getur ráðið úrslitum um framtíð ríkisstjórnar Ernu Solberg. Kristilegi þjóðarflokkurinn er hins vegar klofinn í herðar niður. Leynileg atkvæðagreiðsla verður á fundinum á morgun um hvort að flokkurinn halli sér til vinstri eða hægri. Flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst með minna fylgi heldur en nú samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir TV2 í Noregi. Flokkurinn mælist aðeins með 3% og er nánast að hverfa. Á meðan bíður Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, á hliðarlínunni. „Og þetta er óvenjuleg staða vegna þess ef flokkurinn ákveður að fylgja formanni sínum og óska samstarfs við Verkamannaflokkinn, breytast hlutföll í Stórþinginu. Þá missir ríkisstjórninn grundvöllinn. Það gætu orðið stjórnarskipti í Noregi, segir Störe.“ Hareide hefur lýst því yfir að hann vilji ekki vera hluti af ríkisstjórn með aðild Framfaraflokksins sem stendur yst til hægri í norskum stjórnmálum. „Hareide kallar eftir annars konar samfélagi. Hann vill eiga samtal við norska samfélagið, vill önnur gildi, varðandi hver við erum og viljum vera. Það yrði uppgjör við hægri popúlismann. Ég styð það og ef það myndast meirihluti fyrir stjórnarskiptum er Verkamannaflokkurinn reiðubúinn til að axla sína ábyrgð.“ segir Störe. Telur að hún verði enn forsætisráðherra Aðspurð hvort hún telji að hún verði enn forsætisráðherra Noregs eftir mánuð segir Erna Solberg: „Já ég held það því hvernig sem fer tekur lengri tíma en það að skipta um stjórn. Ég geri mér ljóst að það getur eitthvað gerst á föstudag sem leiðir til þess að við höfum ekki lengur sömu samsteypustjórn og nú er. Annað hvort fjölgar flokkum í núverandi stjórn eða ný stjórn tekur við. Það er landsfundur Kristilegra sem ákveður hvaða stjórn verður við völd og hver verður forsætisráðherra, segir Erna Solberg.“
Norðurlönd Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira