Handbolti

Nítján íslensk mörk í Íslendingaslag en óvænt tap í Berlín

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón skoraði átta mörk í kvöld.
Guðjón skoraði átta mörk í kvöld. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen vann fimm marka sigur á Bergrischer, 30-25, í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Ljónin voru tveimur mörkum yfir í hálfleik 15-13 en eftir sigurinn eru þeir með sautján stig í fjórða sæti deildarinnar. Þeir eiga þó leiki til góða á liðin fyrir ofan sig en nýliðarnir í Bergrischer eru í fimmta sætinu.

Arnór Þór Gunnarsson átti enn einn góða leikinn fyrir Bergrischer og skoraði sex mörk. Guðjón Valur Sigurðsson gerði átta fyrir Löwen og Alexander Petersson fimm.

Það urðu óvænt úrslit í Berlín þar sem Bjarki Már Elísson og félagar töpuðu fyrir Stuttgart á heimavelli, 30-25, eftir að hafa verið 17-12 undir í hálfleik.

Bjarki Már skoraði eitt mark fyrir Füchse sem er í sjötta sæti deildarinnar en Stuttgart er eftir sigurinn komið upp um miðja deild.

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Erlarlangen er íen unnu góðan sigur á Lemgo á heimavelli 28-25 eftir að hafa verið einu marki yfir í leikhlé, 13-12.

Erlangen færist því aðeins nær falldraugnum en liðið er nú komið fjórum stigum frá fallsæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×