Enski boltinn

Nítján ára Spánverji skaut City áfram í deildarbikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Diaz fagnar fyrra marki sínu.
Diaz fagnar fyrra marki sínu. vísir/getty
Manchester City er komið áfram í átta liða úrslit enska deildarbikarsins, Carabao Cup, eftir auðveldan 2-0 sigur á Fulham á heimavelli í kvöld.

Það var nítján ára gamall Spánverji sem kláraði leikinn fyrir City en miðjumaðurinn Brahim Diaz skoraði bæði mörk liðsins.

Hann kom þeim yfir á átjándu mínútu og tvöfaldaði svo forystuna á 65. mínútu en Diaz er fæddur árið 1999. Hann gekk í raðir City árið 2013 frá Malaga á Spáni.

City er því komið áfram í átta liða úrslitin en þar mæta þeir annað hvort Leicester eða Southampton. Þau mætast 27. nóvember en 8-liða úrslitin eru svo spiluð um miðjan desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×