Enski boltinn

Mourinho: Ekki við hæfi að tala um titilinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jose Mourinho var léttur í dag
Jose Mourinho var léttur í dag Vísir/Getty
Jose Mourinho segir það ekki við hæfi að hann tali um möguleika Manchester United á Englandsmeistaratitlinum þar sem United er ekki á meðal fjögurra efstu liðanna.

Mourinho ræddi við blaðamenn fyrir leik United og Bournemouth á morgun. Þar var hann spurður að því hvort United ætti enn möguleika á titlinum.

„Þegar þú ert ekki á meðal fjögurra efstu liðanna þá ættir þú ekki að tala um titilbaráttu,“ svaraði Mourinho.

„Þegar þú ert í einu af fjórum efstu sætunum, sem ég trúi að við verðum, þá getur þú horft upp fyrir þig, séð hversu langt er á toppinn og metið aðstæður.“

„Nú einbeitum við okkur að því að ná í fleiri stig og reynum að vera komnir í betri stöðu fyrir lok árs.“

Mourinho sagði Antonio Valencia, Jesse Lingard og Alexis Sanchez alla vera tilbúna í slaginn eftir meiðsli. Marouane Fellaini er hins vegar enn meiddur.

Leikur Bournemouth og Manchester United er á morgun, laugardag, klukkan 12:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×