Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. nóvember 2018 11:09 Dagur B. Eggertsson kynnti áformin í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Skjáskot Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. Borgarstjóri kynnti verkefnið í morgun sem lýtur að uppbyggingu íbúða á sjö mismunandi reitum í borginni. Margvíslegar kröfur verða gerðar af hálfu Reykjavíkurborgar til félaganna sem munu reisa og reka íbúðirnar; þær þurfi að vera hagkvæmar, fólk á aldrinum 18-40 ára verður í forgangi við úthlutun íbúðanna og að leiguverð verði ekki hækkað nema með samþykki borgarinnar. Til þess að flýta fyrir uppbyggingunni mun borgin úthluta lóðunum á föstu verði, 45 þúsund krónur á fermetrann ofanjarðar auk gatnagerðargjalda - nema annað sé sérstaklega tekið fram. Reitirnir sem um ræðir eru eftirfarandi:Í Úlfarsárdal - 40 íbúðirÁ Kjalarnesi - 10 íbúðirÍ Gufunesi - 164 íbúðirÍ Bryggjuhverfinu - 163 íbúðirVið Sjómannaskólann - 40 íbúðirÁ Veðurstofureit - 50 íbúðirÍ Skerjafirði - 72 íbúðirSkjáskotDeiliskipulag þessara svæða er mislangt á veg komið en borgin segist leggja ríka áherslu á að framkvæmdir hefjist eins fljótt og kostur er og gangi hratt fyrir sig. Vinna við verkefnið fór formlega af stað fyrr á þessu ári þegar Reykjavíkurborg óskaði eftir hugmyndum fyrir uppbygginguna, sem svo voru metnar út frá fjölda mælikvarða. Má þar til að mynda nefna áætlað verð, hvort ætlunin væri að selja íbúðirnar eða leigja, áætlaður framkvæmdahraði, líftími bygginganna og svo framvegis. Hlutskörpustu hugmyndirnar og hóparnir á bakvið þau voru svo kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti jafnframt þær kröfur sem borgin mun gera til þeirra sem að uppbygginunni munu standa. Þannig verði sett skilyrði um eiginfjárhlutfall uppbyggingarhópanna, að fólk á aldrinum 18-40 verði í forgangi við úthlutun íbúðanna, kvaðir á endursölu íbúðanna til að minnsta kosti 5 til 7 ára, að boðið verði upp á langtímaleigusamninga og að leiguverð verði ekki hækkað nema að borgin gefi grænt ljós. Uppfært: 11:52.Í umræðum á Facebook-vegg Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, segir borgarstjóri að það hafi verið talið eðlilegt að leiguverðið muni þróast með vísitölu. Upptöku af fundinum má nálgast hér að neðan. Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Könnun MMR: Leigjendum fækkar en fjölgar í foreldrahúsum Unga fólkið streymir heim til mömmu og pabba. 31. október 2018 10:55 Dýrustu íbúðirnar á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Tvöfalt högg fyrir ungt fólk í leit að fyrstu íbúð Raunverð smærri íbúða er í sögulegu hámarki samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. 17. október 2018 15:30 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. Borgarstjóri kynnti verkefnið í morgun sem lýtur að uppbyggingu íbúða á sjö mismunandi reitum í borginni. Margvíslegar kröfur verða gerðar af hálfu Reykjavíkurborgar til félaganna sem munu reisa og reka íbúðirnar; þær þurfi að vera hagkvæmar, fólk á aldrinum 18-40 ára verður í forgangi við úthlutun íbúðanna og að leiguverð verði ekki hækkað nema með samþykki borgarinnar. Til þess að flýta fyrir uppbyggingunni mun borgin úthluta lóðunum á föstu verði, 45 þúsund krónur á fermetrann ofanjarðar auk gatnagerðargjalda - nema annað sé sérstaklega tekið fram. Reitirnir sem um ræðir eru eftirfarandi:Í Úlfarsárdal - 40 íbúðirÁ Kjalarnesi - 10 íbúðirÍ Gufunesi - 164 íbúðirÍ Bryggjuhverfinu - 163 íbúðirVið Sjómannaskólann - 40 íbúðirÁ Veðurstofureit - 50 íbúðirÍ Skerjafirði - 72 íbúðirSkjáskotDeiliskipulag þessara svæða er mislangt á veg komið en borgin segist leggja ríka áherslu á að framkvæmdir hefjist eins fljótt og kostur er og gangi hratt fyrir sig. Vinna við verkefnið fór formlega af stað fyrr á þessu ári þegar Reykjavíkurborg óskaði eftir hugmyndum fyrir uppbygginguna, sem svo voru metnar út frá fjölda mælikvarða. Má þar til að mynda nefna áætlað verð, hvort ætlunin væri að selja íbúðirnar eða leigja, áætlaður framkvæmdahraði, líftími bygginganna og svo framvegis. Hlutskörpustu hugmyndirnar og hóparnir á bakvið þau voru svo kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti jafnframt þær kröfur sem borgin mun gera til þeirra sem að uppbygginunni munu standa. Þannig verði sett skilyrði um eiginfjárhlutfall uppbyggingarhópanna, að fólk á aldrinum 18-40 verði í forgangi við úthlutun íbúðanna, kvaðir á endursölu íbúðanna til að minnsta kosti 5 til 7 ára, að boðið verði upp á langtímaleigusamninga og að leiguverð verði ekki hækkað nema að borgin gefi grænt ljós. Uppfært: 11:52.Í umræðum á Facebook-vegg Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, segir borgarstjóri að það hafi verið talið eðlilegt að leiguverðið muni þróast með vísitölu. Upptöku af fundinum má nálgast hér að neðan.
Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Könnun MMR: Leigjendum fækkar en fjölgar í foreldrahúsum Unga fólkið streymir heim til mömmu og pabba. 31. október 2018 10:55 Dýrustu íbúðirnar á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Tvöfalt högg fyrir ungt fólk í leit að fyrstu íbúð Raunverð smærri íbúða er í sögulegu hámarki samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. 17. október 2018 15:30 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Könnun MMR: Leigjendum fækkar en fjölgar í foreldrahúsum Unga fólkið streymir heim til mömmu og pabba. 31. október 2018 10:55
Dýrustu íbúðirnar á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08
Tvöfalt högg fyrir ungt fólk í leit að fyrstu íbúð Raunverð smærri íbúða er í sögulegu hámarki samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. 17. október 2018 15:30