Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Varaformaður Viðreisnar segir það furðu sæta hvað verkalýðshreyfingin tali lítið um kostnaðinn sem fylgi krónunni. Forseti ASÍ segir að umboð sitt sé afmarkað af ályktunum landsþings ASÍ en þar er ekki minnst einu orði á evru eða stöðugan gjaldmiðil. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við ræðum einnig við heilbrigðisráðherra um drög að nýrri heilbrigðisstefnu velferðarráðuneytisins sem kynnt var í dag. Þar er ekki fjallað um nokkra þjónustuþætti eins og utanspítalaþjónustu, málefni hjúkrunarheimila eða þjónustu um endurhæfingu sjúklinga. Ráðherra vill með stefnunni að greiðsluþátttaka sjúklinga verði sú minnsta á Norðurlöndunum árið 2030.

Þá skoðum við tillögur að hagkvæmum íbúðum sem til stendur að byggja í Reykjavík á næstu árum. Borgin mun ganga til samninga við félög um uppbyggingu slíkra íbúða með það að markmiði að halda verði í lágmarki. til dæmis mætti ekki hækka leiguverð án leyfis borgarinnar.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×