Enski boltinn

Upphitun: Stórleikur á Emirates

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það er stór helgi framundan í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en ellefta umferðin verður spiluð um helgina.

Í dag eru sjö leikir og er spilað frá 12.30 þangað til langt fram eftir kvöldi. Mikill sófadagur framundan en flest stórliðin eru í eldlínunni í dag.

Manchester United opnar daginn er liðið heimsækir Bournemouth. Flautað verður til leiks klukkan 12.30.

Gylfi Þór Sigurðsson fá Brighton í heimsókn en Brighton hefur verið á mikili siglingu undanfarna leiki.

Stórleikur dagsins er svo klukkan 17.30 er Arsenal og Liverpool mætast á Emirates-leikvanginum í Lundúnum.

Síðasti leikur dagsins er svo leikur Wolves og Tottenham en leikurinn fer fram á tíma sem er ekki oft spilað á í ensku úrvalsdeildinni; laugardagskvöldi klukkan 19.45.

Leikir dagsins:

12.30 Bournemouth - Man. Utd (Í beinni á Sportinu)

15.00 Cardiff - Leicester

15.00 Everton - Brighton (Í beinni á Sportinu)

15.00 Newcastle - Watford

15.00 West Ham - Burnley

17.30 Arsenal - Liverpool (Í beinni á Sportinu)

19.45 Wolves -Tottenham (Í beinni á Sportinu)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×