Bréf frá kafara til Tómasar Knútssonar varðandi sjókvíaeldi á Íslandi í dag Kjartan Jakob Hauksson skrifar 2. nóvember 2018 19:55 Kæri Tómas, Þú sagðist knúinn til að setja á blað lífsreynslu þína varðandi köfun við sjókvíaeldi fyrir um 30 árum síðan og er það gott og vel en nú knýrð þú mig til að gera slíkt hið sama. Ég fagna áhuga þínum á málefninu en verð að benda á að sá búnaður sem notaður var hér á árum áður og þér er tíðrætt um, stenst á engan hátt samanburð við þær fiskeldiskvíar sem notaðar eru í dag. Þar tala ég af reynslu því ég þekkti og vann við kvíarnar sem þú ræðir um og notaðar voru hér á árum áður og vinn einnig við þær sem notaðar eru í dag. Síðustu ár hef ég unnið við uppsetningu, eftirlit og viðhald á fiskeldiskvíum og tengdum búnaði á Vestfjörðum og sé um köfunarþjónustu fyrir öll fiskeldisfyrirtækin á því svæði. Í dag ber öllum fyrirtækjum á Íslandi að nota aðeins vottaðan fiskeldisbúnað samkvæmt kröfuharðasta búnaðarstaðli sem þekkist í heiminum í dag (NS 9415). Þar eru bæði búnaður, kröfur og verklag allt annað Tómas, en við þekktum hér frá fyrri tíð. Einnig hefur orðið mikil framþróun í tækni til þess að dreifa fóðri sem og fylgjast með því að hámarka fóðurnýtingu enda er það dýrasti hluti fiskeldisins. Þessi myndavélatækni og búnaður var ekki til staðar á síðustu öld og var helsta ástæða þess að hætta myndaðist á uppsöfnun fóðurs í botnlagi við sjókvíarnar. Samanburður á búnaði frá fyrri tíð og þess sem notaður er í dag er algjörlega óraunhæfur og ég átta mig á því Tómas, að þú hefur ekki endilega verið að fylgjast með framþróun í þessum málum enda hafa líka mestu framfarirnar átt sér stað síðasta áratuginn. Eftirlit með sjávarbotninum undir og við sjókvíarnar er einnig í öðrum og betri farvegi en var hér á árum áður. Að setja stikur í sjávarbotninn eins og þú nefndir (hef gert það líka) er ekki látið nægja lengur enda frumstæð aðferð og skilar takmörkuðum árangri. Í dag er reglulega fylgst með lífríki á sjávarbotninum undir og við kvíarnar af okkar færasta vísindafólki sem stöðugt metur ástand alls lífríkis þar og það er lögfest að slík umhverfisvöktun þarf að eiga sér stað samhliða fiskeldinu. Ef þessir vísindamenn sjá einhver teikn á lofti um að lífríki sé ógnað þá þurfa fiskeldisfyrirtækin að draga úr eða hætta eldi á viðkomandi stað. Að eiga sameiginlegt áhugamál er til þess fallið að menn skilja betur hvorn annan þegar áhugamálið ber á góma. Það ættum við að færa okkur í nyt því ég deili með þér ástríðu fyrir köfun, lífríki sjávar og sjávarbotns. Sjávarbotninn er gólfið á skrifstofunni okkar og því teljum við okkur hafa þar eitthvert vit á og ekki bara það heldur viljum við halda því hreinu. Starf þitt í að leiða Bláa Herinn er frábært og hefur vakið okkur mörg til umhugsunar og hvatt okkur í að standa betur að umgengni við okkar bláu akra. Í allri einlægni þá fengist ég ekki til að starfa fyrir fiskeldisfyrirtæki ef ég hefði vissu fyrir því að þau væru að valda óafturkræfum skaða á lífríki sjávar. Þessu tengt þá er ég stoltur af og langar til að deila því með þér að ég hef varið miklum tíma og fjármunum í að innleiða umhverfisvottun samkvæmt ströngustu kröfum umhverfisstaðalsins ISO 14001 í minn rekstur sem snýr að þjónustu við fiskeldi. Þar með urðum við fyrsta fyrirtæki landsins í þessum geira til að ná þeim metnaðarfulla áfanga. Það gerði ég ekki í hagnaðarskyni heldur af ástríðu tengdri lífríki sjávar sem þú þekkir best sjálfur. Vil að endingu bjóða þér hingað til Vestfjarða þar sem þú getur horft yfir öxl stjórnanda fjarstýrðs kafbáts sem fyrirtæki mitt, Sjótækni er með og búinn er fullkomnum mælitækjum og myndavél til að skoða lífríki sjávarbotnsins eða þá að þú getur stjórnað kafbátnum sjálfur og skoðar það sem þú vilt helst þar sem ég veit að þú hefðir gaman af því. Þér er frjálst að skoða hvað sem er hvort sem það er hjá Arnarlaxi eða Arctic Fish en ef ég má koma með uppástungu um stað sem ég vil að þú skoðir vel þá er það sjávarbotninn undir elsta sjókvíaeldissvæði Arnarlax sem er út af Haganesi í Arnarfirði. Veit það gleður okkur báða það sem þar er að sjá því þar er fjölbreytt lífríki allt frá fiskum niður í smæstu lífverur. Hafðu samband og við erum ætíð tilbúin að taka á móti þér og í lok dags getum við fengið að gæða okkur á umhverfisvænstu matvælaframleiðslu heims með laxi úr sjóeldi og ég kokkað fyrir þig uppáhalds réttinn minn. Með vinsemd og virðingu, Kjartan Jakob Hauksson Kafari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Sjókvíaeldi á Íslandi Undirritaður finnur sig knúinn til að setja niður á blað lífsreynslu sína af köfun í sjókvíaeldi við Ísland hér áður fyrr (1985-1991.) 1. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Kæri Tómas, Þú sagðist knúinn til að setja á blað lífsreynslu þína varðandi köfun við sjókvíaeldi fyrir um 30 árum síðan og er það gott og vel en nú knýrð þú mig til að gera slíkt hið sama. Ég fagna áhuga þínum á málefninu en verð að benda á að sá búnaður sem notaður var hér á árum áður og þér er tíðrætt um, stenst á engan hátt samanburð við þær fiskeldiskvíar sem notaðar eru í dag. Þar tala ég af reynslu því ég þekkti og vann við kvíarnar sem þú ræðir um og notaðar voru hér á árum áður og vinn einnig við þær sem notaðar eru í dag. Síðustu ár hef ég unnið við uppsetningu, eftirlit og viðhald á fiskeldiskvíum og tengdum búnaði á Vestfjörðum og sé um köfunarþjónustu fyrir öll fiskeldisfyrirtækin á því svæði. Í dag ber öllum fyrirtækjum á Íslandi að nota aðeins vottaðan fiskeldisbúnað samkvæmt kröfuharðasta búnaðarstaðli sem þekkist í heiminum í dag (NS 9415). Þar eru bæði búnaður, kröfur og verklag allt annað Tómas, en við þekktum hér frá fyrri tíð. Einnig hefur orðið mikil framþróun í tækni til þess að dreifa fóðri sem og fylgjast með því að hámarka fóðurnýtingu enda er það dýrasti hluti fiskeldisins. Þessi myndavélatækni og búnaður var ekki til staðar á síðustu öld og var helsta ástæða þess að hætta myndaðist á uppsöfnun fóðurs í botnlagi við sjókvíarnar. Samanburður á búnaði frá fyrri tíð og þess sem notaður er í dag er algjörlega óraunhæfur og ég átta mig á því Tómas, að þú hefur ekki endilega verið að fylgjast með framþróun í þessum málum enda hafa líka mestu framfarirnar átt sér stað síðasta áratuginn. Eftirlit með sjávarbotninum undir og við sjókvíarnar er einnig í öðrum og betri farvegi en var hér á árum áður. Að setja stikur í sjávarbotninn eins og þú nefndir (hef gert það líka) er ekki látið nægja lengur enda frumstæð aðferð og skilar takmörkuðum árangri. Í dag er reglulega fylgst með lífríki á sjávarbotninum undir og við kvíarnar af okkar færasta vísindafólki sem stöðugt metur ástand alls lífríkis þar og það er lögfest að slík umhverfisvöktun þarf að eiga sér stað samhliða fiskeldinu. Ef þessir vísindamenn sjá einhver teikn á lofti um að lífríki sé ógnað þá þurfa fiskeldisfyrirtækin að draga úr eða hætta eldi á viðkomandi stað. Að eiga sameiginlegt áhugamál er til þess fallið að menn skilja betur hvorn annan þegar áhugamálið ber á góma. Það ættum við að færa okkur í nyt því ég deili með þér ástríðu fyrir köfun, lífríki sjávar og sjávarbotns. Sjávarbotninn er gólfið á skrifstofunni okkar og því teljum við okkur hafa þar eitthvert vit á og ekki bara það heldur viljum við halda því hreinu. Starf þitt í að leiða Bláa Herinn er frábært og hefur vakið okkur mörg til umhugsunar og hvatt okkur í að standa betur að umgengni við okkar bláu akra. Í allri einlægni þá fengist ég ekki til að starfa fyrir fiskeldisfyrirtæki ef ég hefði vissu fyrir því að þau væru að valda óafturkræfum skaða á lífríki sjávar. Þessu tengt þá er ég stoltur af og langar til að deila því með þér að ég hef varið miklum tíma og fjármunum í að innleiða umhverfisvottun samkvæmt ströngustu kröfum umhverfisstaðalsins ISO 14001 í minn rekstur sem snýr að þjónustu við fiskeldi. Þar með urðum við fyrsta fyrirtæki landsins í þessum geira til að ná þeim metnaðarfulla áfanga. Það gerði ég ekki í hagnaðarskyni heldur af ástríðu tengdri lífríki sjávar sem þú þekkir best sjálfur. Vil að endingu bjóða þér hingað til Vestfjarða þar sem þú getur horft yfir öxl stjórnanda fjarstýrðs kafbáts sem fyrirtæki mitt, Sjótækni er með og búinn er fullkomnum mælitækjum og myndavél til að skoða lífríki sjávarbotnsins eða þá að þú getur stjórnað kafbátnum sjálfur og skoðar það sem þú vilt helst þar sem ég veit að þú hefðir gaman af því. Þér er frjálst að skoða hvað sem er hvort sem það er hjá Arnarlaxi eða Arctic Fish en ef ég má koma með uppástungu um stað sem ég vil að þú skoðir vel þá er það sjávarbotninn undir elsta sjókvíaeldissvæði Arnarlax sem er út af Haganesi í Arnarfirði. Veit það gleður okkur báða það sem þar er að sjá því þar er fjölbreytt lífríki allt frá fiskum niður í smæstu lífverur. Hafðu samband og við erum ætíð tilbúin að taka á móti þér og í lok dags getum við fengið að gæða okkur á umhverfisvænstu matvælaframleiðslu heims með laxi úr sjóeldi og ég kokkað fyrir þig uppáhalds réttinn minn. Með vinsemd og virðingu, Kjartan Jakob Hauksson Kafari
Sjókvíaeldi á Íslandi Undirritaður finnur sig knúinn til að setja niður á blað lífsreynslu sína af köfun í sjókvíaeldi við Ísland hér áður fyrr (1985-1991.) 1. nóvember 2018 07:30
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun