Bréf frá kafara til Tómasar Knútssonar varðandi sjókvíaeldi á Íslandi í dag Kjartan Jakob Hauksson skrifar 2. nóvember 2018 19:55 Kæri Tómas, Þú sagðist knúinn til að setja á blað lífsreynslu þína varðandi köfun við sjókvíaeldi fyrir um 30 árum síðan og er það gott og vel en nú knýrð þú mig til að gera slíkt hið sama. Ég fagna áhuga þínum á málefninu en verð að benda á að sá búnaður sem notaður var hér á árum áður og þér er tíðrætt um, stenst á engan hátt samanburð við þær fiskeldiskvíar sem notaðar eru í dag. Þar tala ég af reynslu því ég þekkti og vann við kvíarnar sem þú ræðir um og notaðar voru hér á árum áður og vinn einnig við þær sem notaðar eru í dag. Síðustu ár hef ég unnið við uppsetningu, eftirlit og viðhald á fiskeldiskvíum og tengdum búnaði á Vestfjörðum og sé um köfunarþjónustu fyrir öll fiskeldisfyrirtækin á því svæði. Í dag ber öllum fyrirtækjum á Íslandi að nota aðeins vottaðan fiskeldisbúnað samkvæmt kröfuharðasta búnaðarstaðli sem þekkist í heiminum í dag (NS 9415). Þar eru bæði búnaður, kröfur og verklag allt annað Tómas, en við þekktum hér frá fyrri tíð. Einnig hefur orðið mikil framþróun í tækni til þess að dreifa fóðri sem og fylgjast með því að hámarka fóðurnýtingu enda er það dýrasti hluti fiskeldisins. Þessi myndavélatækni og búnaður var ekki til staðar á síðustu öld og var helsta ástæða þess að hætta myndaðist á uppsöfnun fóðurs í botnlagi við sjókvíarnar. Samanburður á búnaði frá fyrri tíð og þess sem notaður er í dag er algjörlega óraunhæfur og ég átta mig á því Tómas, að þú hefur ekki endilega verið að fylgjast með framþróun í þessum málum enda hafa líka mestu framfarirnar átt sér stað síðasta áratuginn. Eftirlit með sjávarbotninum undir og við sjókvíarnar er einnig í öðrum og betri farvegi en var hér á árum áður. Að setja stikur í sjávarbotninn eins og þú nefndir (hef gert það líka) er ekki látið nægja lengur enda frumstæð aðferð og skilar takmörkuðum árangri. Í dag er reglulega fylgst með lífríki á sjávarbotninum undir og við kvíarnar af okkar færasta vísindafólki sem stöðugt metur ástand alls lífríkis þar og það er lögfest að slík umhverfisvöktun þarf að eiga sér stað samhliða fiskeldinu. Ef þessir vísindamenn sjá einhver teikn á lofti um að lífríki sé ógnað þá þurfa fiskeldisfyrirtækin að draga úr eða hætta eldi á viðkomandi stað. Að eiga sameiginlegt áhugamál er til þess fallið að menn skilja betur hvorn annan þegar áhugamálið ber á góma. Það ættum við að færa okkur í nyt því ég deili með þér ástríðu fyrir köfun, lífríki sjávar og sjávarbotns. Sjávarbotninn er gólfið á skrifstofunni okkar og því teljum við okkur hafa þar eitthvert vit á og ekki bara það heldur viljum við halda því hreinu. Starf þitt í að leiða Bláa Herinn er frábært og hefur vakið okkur mörg til umhugsunar og hvatt okkur í að standa betur að umgengni við okkar bláu akra. Í allri einlægni þá fengist ég ekki til að starfa fyrir fiskeldisfyrirtæki ef ég hefði vissu fyrir því að þau væru að valda óafturkræfum skaða á lífríki sjávar. Þessu tengt þá er ég stoltur af og langar til að deila því með þér að ég hef varið miklum tíma og fjármunum í að innleiða umhverfisvottun samkvæmt ströngustu kröfum umhverfisstaðalsins ISO 14001 í minn rekstur sem snýr að þjónustu við fiskeldi. Þar með urðum við fyrsta fyrirtæki landsins í þessum geira til að ná þeim metnaðarfulla áfanga. Það gerði ég ekki í hagnaðarskyni heldur af ástríðu tengdri lífríki sjávar sem þú þekkir best sjálfur. Vil að endingu bjóða þér hingað til Vestfjarða þar sem þú getur horft yfir öxl stjórnanda fjarstýrðs kafbáts sem fyrirtæki mitt, Sjótækni er með og búinn er fullkomnum mælitækjum og myndavél til að skoða lífríki sjávarbotnsins eða þá að þú getur stjórnað kafbátnum sjálfur og skoðar það sem þú vilt helst þar sem ég veit að þú hefðir gaman af því. Þér er frjálst að skoða hvað sem er hvort sem það er hjá Arnarlaxi eða Arctic Fish en ef ég má koma með uppástungu um stað sem ég vil að þú skoðir vel þá er það sjávarbotninn undir elsta sjókvíaeldissvæði Arnarlax sem er út af Haganesi í Arnarfirði. Veit það gleður okkur báða það sem þar er að sjá því þar er fjölbreytt lífríki allt frá fiskum niður í smæstu lífverur. Hafðu samband og við erum ætíð tilbúin að taka á móti þér og í lok dags getum við fengið að gæða okkur á umhverfisvænstu matvælaframleiðslu heims með laxi úr sjóeldi og ég kokkað fyrir þig uppáhalds réttinn minn. Með vinsemd og virðingu, Kjartan Jakob Hauksson Kafari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Sjókvíaeldi á Íslandi Undirritaður finnur sig knúinn til að setja niður á blað lífsreynslu sína af köfun í sjókvíaeldi við Ísland hér áður fyrr (1985-1991.) 1. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Tómas, Þú sagðist knúinn til að setja á blað lífsreynslu þína varðandi köfun við sjókvíaeldi fyrir um 30 árum síðan og er það gott og vel en nú knýrð þú mig til að gera slíkt hið sama. Ég fagna áhuga þínum á málefninu en verð að benda á að sá búnaður sem notaður var hér á árum áður og þér er tíðrætt um, stenst á engan hátt samanburð við þær fiskeldiskvíar sem notaðar eru í dag. Þar tala ég af reynslu því ég þekkti og vann við kvíarnar sem þú ræðir um og notaðar voru hér á árum áður og vinn einnig við þær sem notaðar eru í dag. Síðustu ár hef ég unnið við uppsetningu, eftirlit og viðhald á fiskeldiskvíum og tengdum búnaði á Vestfjörðum og sé um köfunarþjónustu fyrir öll fiskeldisfyrirtækin á því svæði. Í dag ber öllum fyrirtækjum á Íslandi að nota aðeins vottaðan fiskeldisbúnað samkvæmt kröfuharðasta búnaðarstaðli sem þekkist í heiminum í dag (NS 9415). Þar eru bæði búnaður, kröfur og verklag allt annað Tómas, en við þekktum hér frá fyrri tíð. Einnig hefur orðið mikil framþróun í tækni til þess að dreifa fóðri sem og fylgjast með því að hámarka fóðurnýtingu enda er það dýrasti hluti fiskeldisins. Þessi myndavélatækni og búnaður var ekki til staðar á síðustu öld og var helsta ástæða þess að hætta myndaðist á uppsöfnun fóðurs í botnlagi við sjókvíarnar. Samanburður á búnaði frá fyrri tíð og þess sem notaður er í dag er algjörlega óraunhæfur og ég átta mig á því Tómas, að þú hefur ekki endilega verið að fylgjast með framþróun í þessum málum enda hafa líka mestu framfarirnar átt sér stað síðasta áratuginn. Eftirlit með sjávarbotninum undir og við sjókvíarnar er einnig í öðrum og betri farvegi en var hér á árum áður. Að setja stikur í sjávarbotninn eins og þú nefndir (hef gert það líka) er ekki látið nægja lengur enda frumstæð aðferð og skilar takmörkuðum árangri. Í dag er reglulega fylgst með lífríki á sjávarbotninum undir og við kvíarnar af okkar færasta vísindafólki sem stöðugt metur ástand alls lífríkis þar og það er lögfest að slík umhverfisvöktun þarf að eiga sér stað samhliða fiskeldinu. Ef þessir vísindamenn sjá einhver teikn á lofti um að lífríki sé ógnað þá þurfa fiskeldisfyrirtækin að draga úr eða hætta eldi á viðkomandi stað. Að eiga sameiginlegt áhugamál er til þess fallið að menn skilja betur hvorn annan þegar áhugamálið ber á góma. Það ættum við að færa okkur í nyt því ég deili með þér ástríðu fyrir köfun, lífríki sjávar og sjávarbotns. Sjávarbotninn er gólfið á skrifstofunni okkar og því teljum við okkur hafa þar eitthvert vit á og ekki bara það heldur viljum við halda því hreinu. Starf þitt í að leiða Bláa Herinn er frábært og hefur vakið okkur mörg til umhugsunar og hvatt okkur í að standa betur að umgengni við okkar bláu akra. Í allri einlægni þá fengist ég ekki til að starfa fyrir fiskeldisfyrirtæki ef ég hefði vissu fyrir því að þau væru að valda óafturkræfum skaða á lífríki sjávar. Þessu tengt þá er ég stoltur af og langar til að deila því með þér að ég hef varið miklum tíma og fjármunum í að innleiða umhverfisvottun samkvæmt ströngustu kröfum umhverfisstaðalsins ISO 14001 í minn rekstur sem snýr að þjónustu við fiskeldi. Þar með urðum við fyrsta fyrirtæki landsins í þessum geira til að ná þeim metnaðarfulla áfanga. Það gerði ég ekki í hagnaðarskyni heldur af ástríðu tengdri lífríki sjávar sem þú þekkir best sjálfur. Vil að endingu bjóða þér hingað til Vestfjarða þar sem þú getur horft yfir öxl stjórnanda fjarstýrðs kafbáts sem fyrirtæki mitt, Sjótækni er með og búinn er fullkomnum mælitækjum og myndavél til að skoða lífríki sjávarbotnsins eða þá að þú getur stjórnað kafbátnum sjálfur og skoðar það sem þú vilt helst þar sem ég veit að þú hefðir gaman af því. Þér er frjálst að skoða hvað sem er hvort sem það er hjá Arnarlaxi eða Arctic Fish en ef ég má koma með uppástungu um stað sem ég vil að þú skoðir vel þá er það sjávarbotninn undir elsta sjókvíaeldissvæði Arnarlax sem er út af Haganesi í Arnarfirði. Veit það gleður okkur báða það sem þar er að sjá því þar er fjölbreytt lífríki allt frá fiskum niður í smæstu lífverur. Hafðu samband og við erum ætíð tilbúin að taka á móti þér og í lok dags getum við fengið að gæða okkur á umhverfisvænstu matvælaframleiðslu heims með laxi úr sjóeldi og ég kokkað fyrir þig uppáhalds réttinn minn. Með vinsemd og virðingu, Kjartan Jakob Hauksson Kafari
Sjókvíaeldi á Íslandi Undirritaður finnur sig knúinn til að setja niður á blað lífsreynslu sína af köfun í sjókvíaeldi við Ísland hér áður fyrr (1985-1991.) 1. nóvember 2018 07:30
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun