Viðskipti innlent

Hluthafar HB Granda samþykktu kaupin á Ögurvík

Kjartan Kjartansson skrifar
HB Grandi ætlar að kaupa allt hlutafé í Ögurvík.
HB Grandi ætlar að kaupa allt hlutafé í Ögurvík. Fréttablaðið/Eyþór
Afgerandi meirihluti hluthafa í HB Granda samþykkti tillögu stjórnar um kaup á öllu hlutafé í Ögurvík á framhaldshluthafafundi í dag.

Í frétt 200 mílna, sjávarútvegsvefs Mbl.is, kemur fram að tillagan um kaupin hafi verið samþykkt með 95,8% atkvæða hluthafa sem sátu fundinn.

Á fundinum hafi minnisblað sem starfsmenn Kviku banka hf. tóku saman um kaupin kynnt. Töldu þeir að kaupin yrðu HB Granda hagfelld ef forsendur stjórnenda fyrirtækisins fyrir þeim væru raunhæf. Kaupverðið væri lægra en markaðsvirði eigna Ögurvíkur.

Kvika lagði hins vegar ekki mat á hvort að forsendur stjórnenda um samþættingu félaganna tveggja væru raunhæfar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×