Körfubolti

Loks náði Houston í sigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
James Harden fagnar körfu
James Harden fagnar körfu Vísir/Getty
Houston Rockets batt enda á fjögurra leikja taphrinu sína í nótt með útisigri á Brooklyn Nets. Meistararnir í Golden State Warriors höfðu betur gegn Minnesota Timberwolves.

Houston vann deildarkeppni Vestudeildarinnar síðasta vetur en tapaði fyrir meisturunum í Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildar.

Þetta tímabil hefur hins vegar ekki byrjað vel og Houston var sjö stigum undir eftir fyrsta leihluta í Brooklyn í nótt. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 56-61 fyrir heimamenn í Brooklyn.

Chris Paul fór mikinn í liði Rockets sem vann báða fjórðungana í seinni hálfleik og fór að lokum með 119-111 sigur. Paul var með 32 stig og 11 stoðsendingar. Carmelo Anthony bætti við 28 stigum, hans besta á tímabilinu til þessa.





Meistararnir í Golden State hafa unnið alla fimm heimaleiki sína til þessa á tímabilinu og var enginn breyting á yfirburðum þeirra í Oakland í nótt þegar Minnesota Timberwolves mættu í heimsókn.

Kevin Durant skoraði 33 stig og Stephen Curry 28 í sjöunda sigri Golden State í röð. Lokatölur í leiknum voru 116-99 Warriors í vil.

Draymond Green átti frábæran leik og sagði þjálfarinn Steve Kerr að hann hefði líklega aldrei séð Green spila betur.

 



Toronto Raptors náðu í annan útisigur sinn á tímabilinu í Phoenix og eru 8-1 á toppi Austurdeildarinnar.

Toronto spilaði ekki sinn besta leik en náðu þó að sigla 107-98 sigri og hefur liðið aldrei byrjað tímabil betur í sögu félagsins.

Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Raptors með 19 stig og Jonas Valanciunas setti 16.





Úrslit næturinnar:

Orlando Magic - LA Clippers 95-120

Brooklyn Nets - Houston Rockets 111-119

Washington Wizards - Oklahoma City Thunder 111-134

Chicago Bulls - Indiana Pacers 105-107

Dallas Mavericks - New York Knicks 106-118

Utah Jazz - Memphis Grizzlies 100-110

Phoenix Suns - Toronto Raptors 98-107

Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 116-99

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×