Körfubolti

„Það var borði af honum og Totti“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir í Domino’s Körfuboltakvöld ræddu frammistöðu Jóns Arnórs Stefánssonar í þætti sínum á föstudagskvöldið en Jón var frábær í sigri KR gegn Tindastól í fyrrakvöld.

„Hversu cool er það að vera bestur þegar þú hættir?“ sagði Teitur Örlygsson og þegar hann var spurður hvort að hann hafi verið bestur þegar hann hætti svaraði Teitur: „Ég var næst bestur.“

Aftur barst talið að Jóni Arnóri sem var, eins og áður segir, frábær í leiknum á föstudagskvöldið.

„Hann er fordæmi fyrir alla strákana í liðinu,“ sagði Teitur áður en Fannar tók við boltanum:

„Hann var varnarmaðurinn sem stoppaði í Valencia, Napoli, Pétursborg, Róma. Það var borði í Nike-town þegar hann var að spila Róma. Það var Totti og hann. Við skulum átta okkur hvers lags leikmaður þetta var.“

Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×