Handbolti

Ólafur tryggði Kristianstad fyrsta stigið í Meistaradeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur fagnar marki í leik með Kristianstad.
Ólafur fagnar marki í leik með Kristianstad. vísir/getty
Íslendingaliðið Kristianstad gerði jafntefli við franska stórliðið Montpellier, 29-29, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Montpellier var fimm mörkum yfir 17-12 í hálfleik er liðin mættust í Svíþjóð í kvöld en eftir dramatískar lokasekúndur náðu Svíarnir að jafna. Það gerði Ólafur Guðmundsson.

Arnar Freyr Arnarsson átti góðan leik á línunni hjá Kristianstad. Hann skoraði fjögur mörk úr fimm skotum og Ólafur bætti við fjórum, þar af mikilvægu marki undir lokin.

Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað úr þeim tveimur skotum sem hann skaut að marki Montpellier en þetta var fyrsta stig sænska liðsins í riðlinum.

Kristianstad og Montpellier eru bæði með eitt stig eftir fyrstu sex leikina í riðlinum en á toppnum er Vardar með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×