Körfubolti

Körfuboltakvöld: Þarft að gera Ivey þreyttan

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport
Jeb Ivey átti mjög góðan leik í sigri Njarðvíkur á Haukum í Domino's deild karla.

Ivey er fæddur árið 1980, sem gerir hann 38 ára gamlan. Þrátt fyrir það skoraði hann 32 stig í leiknum á fimmtudag, átti 5 stoðsendingar, 3 fráköst og var framlagshæstur Njarðvíkinga.

Það var annað að sjá til Ivey vikunni áður, þegar Njarðvík steinlá fyrir Tindastól. Þar skoraði hann bara 9 stig, átti 3 stoðsendingar og 4 fráköst og Njarðvík tapaði með 26 stigum þeim mínútum sem hann var inn á.

Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport bentu á að munurinn á varnarleik þessara tveggja liða gegn Ivey var þar stór faktor.

„Mér fannst Ivey eiga mjög auðvelt með að koma upp með boltann,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þáttastjórnandi undir myndum af leiknum í Njarðvík.

„Hann röltir upp með boltann.“

Þegar skoðaðar voru myndir af leiknum á Sauðárkróki var aðra sögu að segja.

„Þeir eru aðeins lengri varnarmenn Tindastóls en þeir létu hann hafa miklu meira fyrir hlutunum.“

„Punkturinn er að gera hann þreyttan,“ sagði Fannar Ólafsson.

Umræðuna má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×