Enski boltinn

Sarri: Chelsea þarf að bæta varnarleikinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sarri ferskur á hliðarlínunni í dag.
Sarri ferskur á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Chelsea þarf að bæta varnarleik sinn að mati knattspyrnustjórans Maurizio Sarri.

Sarri hefur farið vel af stað eftir að hann tók við Chelsea í sumar og hefur liðið enn ekki tapað í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég er mjög ánægður með úrslitin og leikmennina en ég veit að við þurfum að bæta okkur inni á vellinum,“ sagði Sarri við Sky Sports.

„Við erum með gæði og tækni en við þurfum að bæta okkur varnarlega, annars erum við ekki nógu þéttir. Ef þú ert það ekki þá getur þú ekki sett þér háleit markmið.“

Chelsea er þremur stigum á eftir toppliði Liverpool eftir úrslit gærdagsins og getur jafnað þá rauðu að stigum með sigri á Crystal Palace í dag.

„Þegar ég segi að við þurfum að bæta varnarleikinn á ég ekki við bara varnarmennina heldur allt liðið. Það er mjög mikilvægt að verjast líka á vallarhelmingi andstæðingsins og ná boltanum þar.“

„Við erum með mjög góða sóknarlínu sem getur skilað okkur sigrum þó við séum ekki taktískt skipulagðir og þar er ég heppinn.“

Leikur Chelsea og Crystal Palace er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×