Körfubolti

Körfuboltakvöld um dómgæsluna í Ljónagryfjunni: „Þetta er algjört kjaftæði“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, ræðir við Ísak Erni Kristinsson einn dómara leiksins.
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, ræðir við Ísak Erni Kristinsson einn dómara leiksins. S2 Sport
Haukar lentu í miklum villuvandræðum í leik sínum við Njarðvík í Domino's deild karla. Tveir leikmenn þurftu að setjast á bekkinn með fimm villur og tveir fengu fjórar.

Marques Oliver var besti leikmaður Hauka í leiknum en hann var einn þeirra sem var í villuvandræðum. Fjórða vilan hans var hins vegar frekar torskilin og vildu sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds meina að hún væri hrein vitleysa.

„Þetta er algjört kjaftæði,“ sagði Fannar Ólafsson.

„Þú ert að refsa mönnum fyrir baráttu. Það er ekkert að þessu.“

Haukar fengu líka á sig tæknivillu fyrir mjög litlar sakir og sérfræðingarnir voru ekki sáttir við þann dóm.

„Ég hef alveg lent í þessu, ég spilaði svo marga leiki og ég missti mig alveg á bekknum þegar ég sá eitthvað vitlaust. Þá var það oft svoleiðis að dómararnir slepptu því að dæma á mig tæknivillu,“ sagði Teitur Örlygsson.

„Þá komu þeir stundum í næstu sókn og sögðu: Teitur, ég held að þú hafir rétt fyrir þér, það gæti verið að þetta hafi verið vitlaust hjá okkur.“

Umræðuna má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×