Fótbolti

Dramatík í Kaupmannahafnarslagnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Wind skoraði sigurmarkið
Wind skoraði sigurmarkið vísir/getty
Dramatíkin var í hámarki í stórleik Bröndby og FCK í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Nágrannaliðin börðust um Kaupmannahafnarborg og leit allt út fyrir að þau myndu skilja jöfn en Jonas Wind náði að skora sigurmarkið fyrir FCK í uppbótartíma.

Robert Skov lék á tvo varnarmenn Bröndby áður en hann sendi boltann inn í teiginn þar sem Wind skaut í fyrsta og skilaði boltanum í netið.

FCK er á toppi dönsku deildarinnar með 34 stig, þremur stigum á undan ríkjandi meisturum Midtjylland sem eiga þó leik til góða.

Hjörtur Hermannsson sat á varamannabekk Bröndby sem er eftir leikinn í 9. sæti með 18 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×