Fótbolti

Rosenborg skrefi nær titlinum og Emil með stoðsendingu í mikilvægum sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rosenborg og Sandefjord unnu mikilvægra sigra í dag.
Rosenborg og Sandefjord unnu mikilvægra sigra í dag. vísir/getty
Matthías Vilhjálmsson og félagar í Rosenborg eru með níu fingur á norska meistaratitlinum eftir 3-1 sigur á Odd á heimavelli í kvöld.

Matthías var ónotaður varamaður hjá Rosenborg sem er nú með átta stiga forskot á Brann sem leikur síðar í kvöld. Tapi Brann stigum gegn Strømsgodset í kvöld er Rosenborg norskur meistari.

Emil Pálsson lagði upp eitt marka Sandefjord sem vann 4-1 sigur á Start í sömu deild. Sandefjord er á botni deildarinnar og er fimm stigum á eftir Lilleström sem er í umspilssæti.

Lilleström leikur á morgun gegn Bodo/Glimt á heimavelli og þar þurfa Emil og félagar að vonast til þess að Arnór Smárason og félagar í Lilleström tapi stigum.

Samúel Kári Friðjónsson spilaði í stundarfjórðung fyrir Vålerenga sem gerði markalaust jafntefli við Sarpsborg á heimavelli. Vålerenga siglir lygnan sjó en liðið er í áttunda sætinu.

Tvær umferðir eru eftir af deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×