Fótbolti

Flautumark skaut Milan í fjórða sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. vísir/getty
Mark í uppbótartíma tryggði AC Milan 1-0 sigur á Udinese er ellefta umferðin í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu lauk í kvöld.

Allt ætlaði um koll að keyra í uppbótartímanum hjá Udinese og Milan. Bram Nuytinck fékk rautt spjald í liði Udinese áður Alessio Romagnoli tryggði AC Milan stigin þrjú.

Milan er að færast upp töfluna. Liðið er nú komið upp í fjórða sætið og er með 21 stig, tíu stigum frá toppliði Juventus. Udinese er í sautjánda sætinu.

Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi Frosinone sem gerði markalaust jafntefli við Parma á útivelli. Frosinone er í næst neðsta sætinu, þremur stigum frá öruggu sæti.

Öll úrslit dagsins:

Lazio - Spal 4-1

Chievo - Sassuolo 0-2

Parma - Frosinone 0-0

Sampdoria - Torino 1-4

Bologna - Atalanta 1-2

Udinese - AC Milan 0-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×