Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem styrktu stöðu toppliðanna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Manchester City endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með glæsibrag þegar liðið fékk Southampton í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Óhætt er að segja að Dýrlingarnir hafi aldrei séð til sólar í leiknum og áður en yfir lauk hafði City hraðlestin skorað sex mörk gegn einu marki gestanna.

Raheem Sterling fór mikinn; gerði tvö mörk auk þess að leggja upp eitt fyrir Sergio Aguero og eitt fyrir Leroy Sane en auk þeirra skoraði David Silva eitt mark en fyrsta mark Man City var sjálfsmark Hollendingsins Wesley Hoedt.

Chelsea skaust upp í annað sætiðChelsea nýtti sér jafntefli Arsenal og Liverpool á laugardag og skaut sér upp í annað sætið með frekar öruggum sigri á Crystal Palace á Stamford Bridge þar sem Spánverjinn Alvaro Morata var á skotskónum.

Morata kom Chelsea yfir eftir rúmlega hálftíma leik en Andros Townsend jafnaði metin fyrir Palace í upphafi síðari hálfleiks.

Það þurfti spænska sveiflu til að tryggja sigur Chelsea því Morata skoraði annað mark sitt og annað mark Chelsea áður en Pedro Rodriguez gerði endanlega út um leikinn eftir undirbúning Marcos Alonso.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×