Enski boltinn

Guardiola segir Sterling of ungan til að teljast til bestu leikmanna heims

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sterling lék sér að Dýrlingunum í gær
Sterling lék sér að Dýrlingunum í gær vísir/getty
Raheem Sterling hefur verið í miklu stuði undanfarnar vikur og átti stórleik í gær þegar Man City lék sér að Southampton og vann 6-1 sigur í ensku úrvalsdeildinni.

Sterling skoraði tvö mörk auk þess að leggja upp önnur tvö og var algjörlega óstöðvandi. Pep Guardiola, stjóri Man City, sagði Sterling þó ekki vera á meðal bestu leikmanna heims.

„Raheem er topp leikmaður en hann er enn of ungur til að teljast á meðal bestu leikmanna heims,“ segir Guardiola áður en hann hrósar kappanum í hástert fyrir frammistöðu sína að undanförnu.

„Hann er í ótrúlegu formi núna. Hann er kvikur, klár, metnaðarfullur, afgerandi og tilbúinn að berjast. Hann getur spilað á báðum köntum og fyrir miðju og getur líka stungið sér inn fyrir varnirnar.“

„En. Með unga leikmenn eins og hann og Leroy (Sane). Ég vil trúa því að þeir geti ennþá bætt sig. Hann (Sterling) tapar enn boltum á einfaldan hátt. Gegn Tottenham átti hann stoðsendingu snemma leiks en eftir það tapaði hann mörgum boltum,“ segir Guardiola.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×