Innlent

Sunn­lendingar ó­á­nægðastir með sumar­veðrið

Atli Ísleifsson skrifar
Karlar (37%) voru ánægðari með veðrið í sumar heldur en konur (25%).
Karlar (37%) voru ánægðari með veðrið í sumar heldur en konur (25%). Vísir/Hanna
Einungis 31 prósent landsmanna sögðust ánægðir með veðrið á Íslandi í sumar. 88 prósent kváðust hins vegar ánægðir með sumarfríið sitt.

Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR sem gerð var dagana 7. til 12. september síðastliðinn.

Alls sögðust níu prósent svarenda mjög ánægð með veðurfarið í sumar en 33 prósent kváðust mjög óánægð með veðrið.

„Um umtalsverðan samdrátt á veðuránægju er að ræða á milli ára en 80% landsmanna sögðust ánægðir með veðrið sumarið áður.

Ánægja með sumarveðrið var mest á Norðaustur- og Austurlandi eða 82%. Ánægja var minnst á meðal íbúa Suðurlands en einungis 14% þeirra tjáðu ánægju með veðrið í sumar.

Karlar (37%) voru ánægðari með veðrið í sumar heldur en konur (25%). Konur tjáðu hins vegar meiri ánægju með sumarfríin sín (91%) heldur en karlar (84%).

Þá jókst ánægja með bæði veðrið í sumar og sumarfrí með auknum aldri en 40% svarenda á aldrinum 68 ára og eldri tjáðu ánægju með sumarveðrið, samanborið við einungis 22% svarenda á aldrinum 18-29 ára,“ segir í tilkynningu.

Heildarfjöldi svarenda 953 einstaklingar, 18 ára og eldri. Nánar má lesa um könnunina á vef MMR.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×