Enski boltinn

Messan: City gæti slátrað United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
United vann 3-2 sigur á Etihad vellinum í apríl
United vann 3-2 sigur á Etihad vellinum í apríl Vísir/Getty
Nágrannaliðin í Manchester City og Manchester United mætast í stórleik um næstu helgi. Englandsmeistarar City gætu slátrað rauðu Manchestermönnunum að mati sérfræðinga Messunnar.

„United er alveg við það að vera inn í topp fjórum, en spilamennskan það sem af er hausti, ég held að City gæti slátrað þeim eftir viku,“ sagði Ríkharður Daðason.

United þurfti sigurmark í uppbótartíma til þess að vinna Bournemouth á laugardag á meðan City valtaði yfir Southampton í gær.

„Það er alveg sama þó að Mourinho kunni að spila á móti stóru liðunum, ég held að þeim verði slátrað.“

„Við erum búnir að tala um varnarleikinn hjá United, hann er ekki búinn að vera sannfærandi, hafsentarnir eru búnir að vera í vandræðum og miðjumennirnir fyrir framan, það er ekki búin að vera góð pressa á andstæðingnum.“

„Hraðinn á Sane, Sterling og Aguero mun stúta þessari varnarlínu.“

Manchesterslagurinn fer fram næsta sunnudag klukkan 16:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×