Enski boltinn

Messan: Ekkert leiðinlegt að sjá yfirburði City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gulli og Rikki voru léttir, ljúfir og kátir.
Gulli og Rikki voru léttir, ljúfir og kátir.
Styrkleiki ofurliðs Man. City var ræddur í Messunni í gær og Ríkharð Óskar Guðnason spurði einfaldlega hvort það væri ekki leiðinlegt að eitt lið væri í sérklassa.

„Mér finnst það ekkert leiðinlegt,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson sem er einn harðasti stuðningsmaður City á landinu.

„Þetta er ekkert leiðinlegt. Þeir eru bara með tveggja stiga forystu og ef hin liðin hanga með er allt hægt. Auðvitað eru þeir samt bestir eins og staðan er núna. Þeir vinna alla leiki stórt,“ bætti Ríkharður Daðason við.

Gunnleifur segir að liðið sé betra núna en það var í fyrra og Ríkharður var sammála því.

Sjá má umræðuna um City hér að neðan.



 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×