Körfubolti

Elvar og Kristófer á leiðinni heim

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elvar Már Friðriksson og Kristófer Acox eru báðir í íslenska landsliðinu
Elvar Már Friðriksson og Kristófer Acox eru báðir í íslenska landsliðinu Vísir/Andri Marinó
Kristófer Acox og Elvar Már Friðriksson eru á förum frá franska félaginu Denain sem þeir gengu til liðs við í sumar. Mbl.is greinir frá þessu í dag.

Vísir greindi frá því í lok október að Kristófer hefði gefið það sterklega til kynna að hann væri á leiðinni aftur í sitt uppeldisfélag KR.

„Það er ekki búið að rifta neinum samningi en ég er búinn að segja þeim að ég sé ekki sáttur hérna úti. Þetta er enn þá í vinnslu,“ sagði Kristófer við mbl.is í dag.

Kristófer hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu og mun ekki spila körfubolta næstu þrjár vikur.

Franska félagið fór í að finna leikmann til þess að koma inn í stað Kristófers og hafði það þær afleiðingar að félagið ákvað að rifta samningi við Elvar.

„Liðið fór í að leita að leikmanni en sagðist ekki finna nægilega stórt „ígildi“ fyrir Kristófer. Þeir fundu reynslumeiri leikstjórnanda og vildu fá hann inn, því við erum með ungt lið, og vildu þá segja upp samningi við mig til að búa til pláss,“ er haft eftir Elvari.

Elvar segist vonast eftir því að komast aftur í atvinnumennsku en verði ekki af því mun hann spila á Íslandi í einhvern tíma. Þar er hans uppeldisfélag Njarðvík líklegast.


Tengdar fréttir

Kristófer Acox aftur til KR?

Kristófer Acox, leikmaður Denain Voltaire í Frakklandi, hefur gefið það sterklega til kynna að hann muni spila með KR í Dominos deildinni í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×