Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Bogi Nils Bogason starfandi forstjóri Icelandair Group segir fargjöld Wow Air mjög lág og margir velti fyrir sér hvort það sé sjálfbært til lengri tíma. Rætt verður við Boga í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30 þar sem hann segir meðal annars margvísleg samlegðaráhrif fylgja kaupum Icelandair á Wow Air, gangi þau eftir.

Einnig höldum við áfram að fjalla um kjarabaráttuna en forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir samfélagssátt þurfa til að ráðast í krónutöluhækkanir hjá tekjulægstu hópunum. Við fjöllum einnig ítarlega um þingkosningarnar í Bandaríkjunum sem fara fram í dag og má vænta úrslita í nótt.

Við hittum syni hjólreiðamanns, sem lést á þessum degi fyrir einu ári síðan, sem hjóluðu rúntinn hans pabba síns í dag í minningu hans og vildu með því vekja athygli á öryggi hjólreiðafólks. Og við hittum húsmóður á stóru heimili sem vinnur hörðum höndum að því að minnka plastnotkun á heimilinu - hún gefur okkur góð og praktísk ráð.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×