Viðskipti innlent

Raunverð íbúða hærra en nokkru sinni en jafnvægi að nást

Heimir Már Pétursson skrifar
Samkvæmt tölum Þjóðskrár fyrir september hækkaði fasteignaverð um 3,9% síðustu 12 mánuði.
Samkvæmt tölum Þjóðskrár fyrir september hækkaði fasteignaverð um 3,9% síðustu 12 mánuði. vísir/vilhelm

Hækkun á verði húsnæðis síðustu tólf mánuði hefur ekki verið minni frá því árið 2011. Raunverð íbúðarhúsnæðis er nú hærra en nokkru sinni fyrr en aukið framboð á nýju húsnæði heldur verðinu uppi að mati hagfræðideildar Landsbankans.

Samkvæmt tölum Þjóðskrár fyrir september hækkaði fasteignaverð um 3,9% síðustu 12 mánuði. Þar af hækkaði verð á fjölbýli um 3,4% og verð á sérbýli um 4,4%. Í samantekt hagfræðideildar Landsbankans segir að þessi 3,9% árshækkun húsnæðisverðs sé lægsti hækkunartaktur frá því vorið 2011.

Grundvallarbreyting hafi orðið á þróun íbúðaverðs allt frá því verðhækkanir nánast stöðvuðust á miðju ári 2017. Framboð nýrra íbúða hafi aukist mikið á þessum tíma og viðskiptum fjölgað að sama skapi.

Hagfræðideild Landsbankans reiknar með 4,3% hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu milli áranna 2017 og 2018. Það er veruleg breyting frá u.þ.b. 19% hækkun árið áður. Hagfræðideildin reiknar síðan með 4% hækkun á árinu 2019, 6% árið 2020 og 8% árið 2021. Hækkun fasteignaverðs nálgist sögulegt meðaltal á spátímabilinu.

Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hafa um 17% viðskipta með fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu verið með nýja íbúðir. Hagdeildin segir þessa auknu hlutdeild nýrra íbúða halda fasteignaverðinu uppi þar sem fermetraverð á þeim nýju hafi verið rúmlega 16% hærra en á þeim eldri á þessu tímabili.

Hagdeild Landsbankans segir raunverð íbúðarhúsnæðis nú hærra en nokkru sinni fyrr, hafi t.d. verið 2,1% hærra nú í september en í sama mánuði í fyrra. Allt fram á mitt ár 2017 hafi húsnæðisverð hækkað verulega meira en laun, tekjur og byggingarkostnaður, en meira jafnvægi hafi nú verið á milli þessara stærða í rúmt ár. Þá þróun megi að einhverju leyti tengja við aukið framboð íbúða, minni uppkaup leigufélaga á íbúðum og lægra hlutfall íbúða í útleigu til ferðamanna.

Allt valdi þetta því að þrýstingur á verð upp á við sé mun minni en á árunum 2016-2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
1,03
5
17.870
MARL
0,39
19
695.429
ICEAIR
0,28
13
28.886

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,12
9
57.208
HAGA
-1,79
3
107.622
VIS
-1,74
3
74.730
SJOVA
-1,49
4
65.900
FESTI
-1,3
3
38.308
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.