Enski boltinn

Væri dauður eða í fangelsi ef ég hefði ekki rifið mig upp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hartson er hér nýbúinn að semja við West Ham. Meistari Harry Redknapp var þá stjóri Hamranna.
Hartson er hér nýbúinn að semja við West Ham. Meistari Harry Redknapp var þá stjóri Hamranna. vísir/getty
Fyrrum knattspyrnuhetjan John Hartson er á góðum stað í dag en hann sökk djúpt á sínum tíma í veðmálafenið.

Hartson segir að þetta sé ekkert flókið. Hann væri dauður eða í fangelsi ef hann hefði haldið áfram á sömu braut.

„Konan mín pakkaði saman og fór. Hún sagðist elska mig en gæti bara ekki horft upp á mig lengur í því rugli sem ég var í. Þá lenti ég á botninum. Ég gat ekki lifað með því að missa konuna og börnin,“ sagði Hartson.

„Ég hef heyrt það frá fleirum að þeir þurfi að lenda harkalega á botninum áður en þeir byrja að sparka frá sér. Þarna var ég lentur á botninum.“

Hartson fór í meðferð árið 2011 og hefur tekist að feta beinu brautina síðan.

Han spilaði 400 leiki sem atvinnumaður. Á ferlinum spilaði hann meðal annars með Arsenal, Celtic og WBA. Hann spilaði þess utan 51 landsleik fyrir Wales og skoraði í þeim 14 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×