Innlent

Kom aðvífandi og henti brauðristinni út eftir að eldur kom upp

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Húsið var reykræst. Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Húsið var reykræst. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm
Tilkynnt var um eld í gömlu einbýlishúsi við Vesturgötu 101 á Akranesi í kvöld. Að sögn Þráins Ólafssonar, slökkviliðsstjóra Akraness, kviknaði í út frá brauðrist í húsinu. Ekki reyndist um mikinn eld að ræða en húsið fylltist þó af reyk. Skessuhorn greindi fyrst frá málinu í kvöld.

Þráinn segir í samtali við Vísi að minnstu munaði að illa færi við Vesturgötu í kvöld. Snarræði nágranna, sem kom aðvífandi og henti brauðristinni út, gerði þar gæfumuninn.

Húsið var reykræst en Þráinn vissi ekki til þess að neinn hafi sakað. Samkvæmt frétt Skessuhorns var einn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar vegna gruns um reykeitrun. Þá vissi Þráinn ekki hversu margir voru í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×