Enski boltinn

Besiktas íhugar að skila Karius til Liverpool

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Loris Karius
Loris Karius vísir/getty
Þýski markvörðurinn Loris Karius gæti snúið aftur til Liverpool í janúar eftir að hafa verið lánaður til tyrkneska úrvalsdeildarliðsins Besiktas fyrir tímabilið.

Karius hefur brennt allar brýr að baki sér hjá Liverpool eftir að hafa gert fjöldann allan af klaufalegum mistökum, þar á meðal í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð.

Samkvæmt fréttum frá Tyrklandi vill Besiktas losna við Karius í janúar og hyggst félagið vilja nýta peninginn sem fer í launakostnað Karius frekar til þess að fá Divock Origi að láni frá Liverpool en þetta kemur fram í tyrkneska dagblaðinu Fotomac.

Karius hefur ekki beint slegið í gegn hjá Besiktas en liðið er þó í 4.sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Istanbul Basaksehir. Evrópudeildin hefur hins vegar ekki gengið nógu vel en Karius gerði sig sekan um skelfileg mistök sem leiddu til 0-2 taps gegn Malmö og svo tapaði liðið 2-4 fyrir Genk á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×