Enski boltinn

Mourinho ræður hvort United ráði yfirmann knattspyrnumála

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
José Mourinho hefur um margt að hugsa í starfi stjóra Manchester United.
José Mourinho hefur um margt að hugsa í starfi stjóra Manchester United. Getty Images
Jose Mourinho getur komið í veg fyrir að Manchester United ráði yfirmann knattspyrnumála samkvæmt frétt ESPN.

Forráðamenn United hafa síðustu mánuði unnið að því að innleiða stöðuna í ljósi þess hversu illa gekk hjá United að fá til sín nýja leikmenn í sumar.

Samkvæmt heimildum ESPN þá mun Mourinho vera með í ráðum þegar ákvörðun verður tekin um hver á að fylla stöðuna. Fari svo að honum lítist ekki á neinn af umsækjendunum gæti ráðningunni hreinlega verið frestað þar til Portúgalinn yfirgefur félagið.

Ed Woodward og félagar í stjórn United vilja ekki þvinga nýjan yfirmann á Mourinho samkvæmt heimildarmanni ESPN innan félagsins.

Frá því að Mourinho kom til United árið 2016 hefur hann eytt yfir 360 milljónum punda. Hann fékk aðeins að eyða 68 milljónum síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×