Sport

Forseti UFC: Mayweather ætti að koma í alvöru bardaga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mayweather og Conor.
Mayweather og Conor. vísir/getty
Dana White, forseti UFC, segir að hans maður hafi þegar boxað við Floyd Mayweather og nú sé kominn tími á að snúa taflinu við.

Conor McGregor boxaði við Mayweather á síðasta ári og nú vill annar UFC-kappi, Khabib Nurmagomedov, boxa við Bandaríkjamanninn. Það hugnast White ekki.

„Ef Mayweather vill berjast þá á hann að koma og berjast í UFC,“ sagði forsetinn.

„Við erum ekki að fara að boxa aftur. Við erum búin að gera það. Ef hann vill berjast ætti hann að koma í alvöru bardaga.“

Khabib skoraði Mayweather á hólm á dögunum og Mayweather brást strax vel. Síðan þá hefur verið unnið að því að koma þeim saman í hringinn. UFC hefur þó sitt að segja í málinu enda Khabib á samningi hjá þeim.

MMA

Tengdar fréttir

Khabib vill berjast við Mayweather

Það er nóg að gera hjá Khabib Nurmagomedov þessa dagana eftir bardagann sögulega við Conor McGregor síðustu helgi. Í gær bárust fréttir af því að 50 Cent vildi fá hann til að berjast fyrir sig og nú hefur Rússinn skorað á hnefaleikakappann Floyd Mayweather.

Mayweather: Náið í ávísanaheftið

Khabib Nurmagomedov vill fylgja í fótspor Conor McGregor og boxa við Floyd Mayweather. Hnefaleikakappinn virðist vera spenntur fyrir því að mæta Rússanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×